Aðalbjörg II RE 236

1269. Aðalbjörg II RE 236 ex Gulltoppur ÁR 321. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Útgerðarfélagið Aðalbjörg s/f í Reykjavík keypti Gulltopp ÁR 321 í sumarbyrjun 1987 og nefndi Aðalbjörgu II RE 236.

Báturinn hét upphaflega Borgþór GK 100 eins og áður hefur komið fram á síðunni og var smíðaður í Bátalóni árið 1972.

Meðan báturinn var í eigu Aðalbjargar s/f var hann lengdur, skipt um brú og sett á hann pera auk þess sem skipt var um aðalvél.

Báturinn er eftir lenginguna 21,93 metrar að lengd, breidd hans er 4,8 metrar og hann mælist 69,2 brúttótonn að stærð. Rúmlestartalan er 58,1. Aðalvélin er 455 hestafla Caterpillar frá árinu 1998.

Árið 2014 var Aðalbjörg II seld Þórsbergi ehf. á Tálknafirði sem gaf bátnum nafnið Aðalberg BA 236. Hann heitir Haukur BA 56 í dag en meira um það síðar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s