Rifsnes SH 44

1136. Rifsnes SH 44 ex Rifsnes II SH 444. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2010.

Rifsnes SH 44, sem á þessum myndum sést koma til hafnar á Húsavík þann 6. október 2010, var í eigu Hraðfrystihúss Hellisands.

Rifsnesið var smíðaður í Mandal í Noregi 1968 en keypt til Íslands og kom það til heimahafnar á Skagaströnd í desember 1970. Þá hét það Skrolsvik T-84-TN en Skagstrendingar nefndu hann Örvar HU 14. Síðar varð hann Örvar BA 14 eftir að hann var seldur til Patreksfjarðar vorið 1974.

Rifsnesi var gert út frá Snæfellssnesi í yfir þrjátíu ár en það var keypt frá Patreksfirði til Hellisands í lok árs 1979. Báturinn vék svo fyrir nýju Rifsnes SH 44 sem keypt var frá Noregi haustið 2013.

Vísir hf. í Grindavík kaupir bátinn þegar nýja Rifsnesið kom í flotann og fær hann þá nafnið Ozean Breeze og var m.a gerður út í Kanada. 

Eftir gagngerar breytingar í Gdansk í Pólland, sem m.a fólu í sér lengingu um níu metra auk þess sem íbúðahæð var sett undir brúna, kom báturinn til heimahafnar í Grindavík í desembermánuði 2015. Og þá undir því nafni sem hann ber í dag, Fjölnir GK 157.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s