
Fríða EA 12, sem hér sést koma að landi á Dalvík í lok ágústmánaðar, var smíðuð árið 2004 í Bátsmiðju Guðmundar í Hafnarfirði.
Fríða EA 124 er Sómi 865 og var smíðuð fyrir Gústa Bjarna ehf. á Dalvík. Árið 2010 var báturinn kominn til Grindavíkur þar sem hann fékk nafnið Garri GK 60 sem hann bar til ársins 2014.
Síðan hefur báturinn borið nöfnin Elvis GK 60, Anita HU 236, Björn Jónsson ÞH 245, Skalli HU 33, og Skalli GK 98.
Það var svo í fyrra sem Óskar og synir ehf. keyptu bátinn aftur til Dalvíkur og gáfu honum sitt upphaflega nafn en nú EA 12.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution