Tveir nýir Cleopatra 31 til Noregs

Ea N-10-SO. Ljósmynd Trefjar 2020.

Nú nýverið afgreiddi bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði tvo nýja Cleopatra báta til Nordlandsfylkis í Norður Noregi.

Bátarnir, sem komnir eru til Noregs og heita Emmy og Ea, eru báðir af gerðinnni Cleopatra 31 en þeir eru 9.6 metrar að lengd og mælast 9 brúttótonn að stærð.

Útgerðarmennirnir eru Trygve  Magnus Johnsen frá Alsvåg og Ove Alvestad frá Sortland og verða þeir sjálfir skipstjórar á bátunum, tveir verða í áhöfn.

Aðalvélar eru af gerðinni FPT N67, 420hö tengdar ZF 286IV gírum. Bátarnir eru útbúinn siglingatækjum af gerðinni Simrad, Furuno og Olex.

Þeir eru er einnig útbúnir með vökvadrifinum hliðarskrúfum sem tengdar er sjálfstýringu.

Bátarnir er útbúnir til neta, línu og handfæraveiða.  Netabúnaður er norskur, Línuspil frá beiti og handfærarúllur frá DNG.

Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 14 stk. 380 lítra kör í lest. Fullbúin eldunaraðstaða er í lúkar og svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.

Emmy N-110-Ø, nær, og Ea N-10-SO. Ljósmynd Trefjar 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s