
Haförn ÞH 26 kom að landi á Húsavík síðdegis í dag en báturinn er gerður út af Ugga fiskverkun ehf. til dragnótaveiða
Uggi fiskverkun ehf. keypti bátinn til Húsavíkur haustið 2010 en hann hét áður Þorsteinn BA 1 frá Patreksfirði.
Haförn ÞH 26 hét upphaflega Faxafell GK 110, því næst Blíðfari GK 275, Mundi SF 1 og Þorsteinn BA 1.
Báturinn, sem er búinn 450 hestafla aðalvél frá árinu 2001, var lengdur 1993 og mælist 71 brúttótonn (29,9 brúttórúmlestir) að stærð.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution