
Anna EA 83 var á strandveiðum í sumar og voru þessar myndir teknar á Siglufirði um miðjan ágúst.
Anna er í eigu Lúðvíks Trausta Gunnlaugssonar á Akureyri en hann gerði áður út Trausta EA 98 til strandveiða.
Anna hét upphaflega Látravík RE 154 og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1986.
Árin 1992 til 1996 hét báturinn Nór RE 154 og 1996-1998 hét hann Bói ÁR 188. En vorið 1998 verður hann Anna HF 83. Sumarið 1999 fær Anna einkennisstafina NS 83 sem hún ber til sumarsins 2006 er hún verður ÓF 83.
Og Anna var ÓF til ársins 2019 en á haustmánuðum það ár fékk hún einkennisstafina EA 83. Þá keypti Lúðvík bátinn en EMO ehf. sem hafði átt Önnu keypti nýrri og stærri bát sem fékk nafnið Anna ÓF 83.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution