
Bárður SH 81 kom til Dalvíkur nú í kvöld og tók Haukur Sigtryggur þessar myndir við það tækifæri.
Bárður er á dragnót en eins og menn muna þá er hann stærsti trefjaplastbátur sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð.
Bárður SH 81 er 26,93 metra langur, breidd hans er 7 metrar og hann mælist 153 brúttótonn að stærð.
Bárður SH 81 er í eigu samnefnds fyrirtækis og er með heimahöfn í Óafsvík.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution