
Jón Steinar tók þessar myndir af Trausta EA 98 fyrir nokkru þegar Trilludagar voru haldnir á Siglufirði.
Trausti EA 98 er 8 brl. að stærð, hét upphaflega Eyrún EA 58 var smíðaður ári 1954 í skipasmíðastöð KEA.
Hann var smíðaður fyrir þá Jóhann Jónasson og Björn Björnsson í Hrísey.
1973 var báturinn seldur til Ólafsfjarðar þar sem hann fékk nafnið Sigurður Pálsson ÓF 66.

Árið 2005 var báturinn tekinn af skrá en eftir að Lúðvík Gunnlaugsson á Akureyri keypti hann árið 2009 og hóf að endurbyggja komst hann aftur á skipaskrá árið 2010. Heimild aba.is
Lúðvík hefur stundað strandveiðar á Trausta EA 98 undanfarin sumur.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution