
Hann ber aldurinn vel hann Sigurður Ólafsson SF 44 sem hér liggur í blankalogni við bryggju á Höfn.
Báturinn var smíðaður í Risör í Noregi árið 1960 fyrir Guðmund Runólfsson Grafarnesi, Guðmund Kristjánsson og Jón Kristjánsson í Eyrarsveit Snæfellssýslu og hét Runólfur SH 135.
Það er Sigurður Ólafsson ehf. á Höfn sem á og gerir bátinn út en til Hafnar var hann keyptur frá Stykkishólmi árið 1980. Í Hólminum bar hann nafnið Sigurður Sveinsson SH 36 en áður hafði hann heitið Sigurvon SH 35 og þar áður Sigurvon AK 56. Um sögu bátsins má lesa nánar hér.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution