
Lilja SH 16, sem er hér að færa sig til eftir löndun í Grindavíkurhöfn, var smíðuð árið 2007 hjá Trefjum í Hafnarfirði.
Báturinn var smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Breiðuvík ehf. í Óafsvík sem nefndi bátinn Kristinn SH 712.
Í frétt á heimasíðu Trefja sagði m.a að báturinn væri sérútgáfa af gerðinni Cleopatra 38, lestin sé stærri auk þess sem stefni og brú eru nokkuð hærri en á Cleopatra 38.
Árið 2009 fékk báturinn nafnið Kristinn II SH 712 og 2014 var hann seldur norður á Skagaströnd þar sem hann fékk nafnið Alda HU 312. Eigandi Vík ehf. á Skagaströnd.
Sumarið 20148 fær báturinn nafnið Lilja SH 16 eigandi Guðbjartur ehf. á Hellisandi.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution