
Grásleppubáturinn Stella EA 28, sem hér sést koma að landi á Kópaskeri í vikunni, hét upphaflega Tvistur ÍS 256 frá Suðureyri við Súgandafjörð.
Báturinn var smíðaður árið 1987 í Bátagerðinni Samtak hf. í Hafnarfirði. Árin 1992 – 2004 var hann í Grundarfirði undir nafninu Tvistur SH 152.
Vorið 2004 fær hann nafnið Stella ÞH 202 og heimahöfnin Kópasker en það er í ársbyrjun 2010 sem hann fær EA 202 og heimahöfn á Dalvík.
Það er Útgerðarfélag Dalvíkur ehf. sem gerir Stellu EA 28 út.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution