Sigurjón Arnlaugsson HF 210

167. Sigurjón Arnlaugsson HF 210 ex Hafnarnes RE 300. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Þarna virðist komið að endalokum hjá Sigurjóni Arnlaugssyni HF 210 sem upphaflega hét Pétur Sigurðsson RE 331.

Pétur Sigurðsson RE 331 var smíðaður í Noregi árið 1960 og kom til landsins þá um sumarið. Eigandi Sigurður Pétursson í Reykjavík sem átti bátinn til ársins 1968 en í júní það ár var hann seldur til Grundarfjarðar.

Þar fékk hann nafnið Ásgeir Kristjánsson SH 235 og var í eigu Guðmundar Runólfssonar og Björns Ásgeirssonar. í Ársbyrjun 1974 kaupir Þorvaldur Jón Ottósson bátinn og nefnir Hafnarnes RE 300.

Í ágústmánuði 1979 kaupir Hleiðra h/f í Hafnarfirði bátinn og nefnir Sigurjón Arnlaugsson HF 210.

Upphaflega mældist báturinn 140 brl. að stærð en var endurmældur árið 1974 og mældist þá 119 brl. að stærð. Árið 1983 var sett í bátinn 700 hestafla Cummins aðalvél í stað 350 hestafla Wichmann sem hafði verið í honum frá upphafi. Heimild Íslensk skip.

Sigurjón Arnlaugsson HF 210 var afskráður árið 1990. Honum var sökkt á Kollafirði það sama ár en þar er flakið notað sem æfingarstöð fyrir kafara. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s