Arnþór GK 20

2325. Arnþór GK 20 ex Geir KE 6. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Hér birtast myndir af dragnótabátnum Arnþóri Gk 20 koma til hafnar í Sandgerði í júnímánuði árið 2012.

Arnþór GK 20 hét upphaflega Reykjaborg RE 25 og var smíðaður í Skipasmíðastöðinni á Ísafirði árið 1998. Reykjaborgin var lengd um fjóra metra í Ósey í Hafnarfirði árið 2001 en seld til Keflavíkur árið 2005.

Þar fékk hún nafnið Geir KE 6 og var í eigu Útgerðarfélgsins Óskar ehf. sem einnig gerði út Ósk KE 5. Árið 2008 fær báturinn nafnið Arnþór GK 20 sem hann ber á þessum myndum en eigandi hans var Nesfiskur hf. í Garði.

agustson hf. í Stykkishólmi keypti bátinn árið 2017 og nefndi hann Leynir SH 120

Leynir SH 120 er 21,88 metrar að lengd og mælist 72 brl./107 BT að stærð. Hann er búinn 470 hestafla Cummins frá árinu 1998.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution