Siggi Bjarna GK 5

2454. Siggi Bjarna GK 5 ex Ýmir BA 32. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2020.

Siggi Bjarna GK 5 fór í dag í reynslusiglingu eftir að hafa verið í skveringu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem einnig var gert við gírinn í bátnum.

Siggi Bjarna GK 5 hét upphaflega Ýmir BA 32 og er einn Kínabátanna sem komu haustið 2001. Nesfiskur hf. (Dóri ehf.) keypti hann sumarið 2003 og veturinn 2015 var hann lengdur í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

Báturinn er 134,74 BT að stærð, mesta lengd hans er 23,98 metrar og breiddin 6,40 metrar. Aðalvélin er 448 Kw. frá Cummins.

2454. Siggi Bjarna GK 5 ex Ýmir BA 32. Ljósmynd Elvar Jósefsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Jón á Hofi

1645. Jón á Hofi ÁR 42 ex Þuríður Halldórsdóttir GK 94. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2020.

Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5 tók þessar myndir af Jóni á Hofi ÁR 42 þegar skipin mættust á dögunum fyrir sunnan land.

Jón á Hofi ÁR 42 hét áður Þuríður Halldórsdóttir GK 94 en Rammi hf. keypti skipið af Þorbirninum hf. sumarið 2007.

Upphaflega hét skipið Hafnarey SU 110 frá Breiðdalsvík og var eitt af raðsmíðaskipunum svokölluðu. Smíðað 1983 hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi.

Jón á Hofi ÁR 42 er 38,99 metrar að lengd, 8,1 metra breiður og mælist 274 brl./497 BT að stærð.

Skipt var um brú á skipinu fyrir nokkrum misserum í Póllandi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution