
Línubátar sem róa frá Grindavík hafa verið að fiska vel að undanförnu og þessar myndir af Dóra GK 42 tók Jón Steinar í vikunni.
Þarna var Dóri að koma með ein 10 tonn og uppistaðan þorskur eins og ljósmyndarinnn orðaði það.
Dóri GK 42 er í eigu Nesfisks ehf. í Garði en báturinn var smíðaður hjá Samtak í Hafnarfirði árið 2004. Hann hét upphaflega Keilir II AK 4 og var í eigu samnefnds fyrirtækis á Akranesi.
Árið 2013 kaupir Blikaberg ehf. bátinn og hann fær nafnið Óli G, fyrst ÍS 122 og síðar HF 22.
Nesfiskur kaupir Óla G HF 22 vorið 2104 og upp úr því fékk hann nafnið Dóri GK 42.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution