Áskell ÞH 48 landaði á Eskifirði í dag

2958. Áskell ÞH 44 á Eskifirði í dag. Ljósmynd Sigurður Davíðsson.

Sigurður Davíðsson sendi þessar myndir sem hann tók á Eskifirði í dag og sýna Áskel ÞH 48 koma inn til löndunar.

Það er svo sem ekki mikið um þetta að segja, Áskell var búinn að landa áður í Grindavík eftir prufutúr og nú hafa fjögur af systurskipunum sjö hafið veiðar. Þ.e.a.s segja skip Gjögurs og Bergs-Hugins. Skip ÚA og Skinneyjar-Þinganess hafa ekki hafið veiðar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristín GK 457

972. Kristín GK 457 ex Kristín ÞH 157. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Línuskip Vísis hf., Kristín GK 457, kom til hafnar í Grindavík í gær og tók Jón Steinar þessar myndir þá.

Upphaflega Þorsteinn RE 303, smíðaður í Boizenburg í A-Þýskalandi árið 1965.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution