Vlistborg á Húsavík

IMO 9160346. Vlistborg við Bökugarðinn á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Flutningaskipið Vlistborg liggur nú við Bökugarðinn á Húsavík þar sem skipað er upp hráefnisfarmi fyrir PCC á Bakka.

Vlistborg var smíðað árið 1999 og mælist 6,130 GT að stærð. Lengd þess er 133 metra og breiddin 16 metrar.

Vlistborg siglir undir fána Antigua & Barbuda með heimahöfn í Saint John´s.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Gamli og nýi tíminn

1030. Páll Jónsson GK 357 – 2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Hér má sjá þá saman nafnana, Pál Jónsson GK 357 og Pál Jónsson GK 7. Sá fyrri smíðaður 1967 sem síldarskip og sá seinni, glæsilegt línuskip, kom til heimahafnar í Grindavík í janúar árið 2020.

Sá eldri smíðaður með eitt þilfar stafna á milli en yfirbyggður 1974 og þar með tveggja þilfara. Hið nýja skip er þriggja þilfara, 45 metra langt og 10,5 metra breitt en það gamla 43,9 metrar að lengd og 7.6 metra breitt.

Samkvæmt skipaskrá Samgöngustofu hefur gamla skipið nú fengið nafnið Klettur GK 39.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution