Auður Þórunn ÞH 344

2485. Auður Þórunn ÞH 344 ex Narfi SU 680. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Auður Þórunn ÞH 344 var gerð út frá Húsavík um skeið en Hraunhöfði ehf. keypti bátinn frá Stöðvarfirði í desembermánuði 2004.

Að því fyrirtæki stóðu bræðurnir Hermann A. Sigurðsson og Kristján Fr. Sigurðsson sem nefndu bátinn eftir móður sinni.

Báturinn hét áður Narfi SU 68 og var smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði og var af gerðinni Cleopatra 31. Hann var 8 brl. að stærð.

Sumarið 2007 keypti Útgerðarfélag Bolungarvíkur ehf. bátinn og nefndi Björgmund ÍS 49 en ári síðar var hann seldur úr landi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution