Sturla GK 12

1272. Sturla GK 12 ex Guðmundur VE 29. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Jón Steinar tók þessar myndir af línuskipinu Sturlu Gk 12 koma til hafnar í Grindavík á dögunum.

Þorbjörn hf. á og gerir Sturlu GK 12 en hún var keypt frá Vestmannaeyjum snemma árs 2004. Skipið hét upphaflega Guðmundur RE 29 á íslenskri skipaskrá en hann var keyptur til landsins árið 1972.

Þá fjögurra ára gamall en hann var smíðaður hjá  Karmsund Verft & og Mek AS á Karmøy í Noregi fyrir Br. Giertsen & Co. A/S, Bergen. Hét upphaflega Senior B-33-B en þegar hann var keyptur hingað til lands var hann Senior H 033.

1272. Sturla GK 12 ex Guðmundur VE 29. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Samherji leigir Smáey VE

2444. Smáey VE 444 ex Vestmannaey VE 444. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Vegna seinkunar á afhendingu nýs Harðbaks hefur Samherji tekið togarann Smáey VE-444 á leigu næstu tvo mánuðina.

Um er um að ræða 485,6 brúttótonna skuttogara í flokki skipa undir 29 metra lengd en skipið var smíðað af Nordship skipasmíðastöðinni í Gdynia í Póllandi árið 2007.

Samherji leigir skipið af útgerðarfélaginu Berg-Hugin en togarinn hefur heimahöfn í Vestmanaeyjum. Smáey VE-444 hét lengst af Vestmanney en fékk nýtt nafn um mitt síðasta ár þegar ný Vestmanney kom til landsins.

Minna hefur veiðst í efnahagslögsögunni í vetur en undanfarin ár og skýrist lakari veiði einkum af óhagstæðu veðurfari. Skipti þetta einnig máli þegar tekin var ákvörðun um leigu skipsins.  

„Þetta er virkilega gott skip, lipurt og skemmtilegt. Veiðar hafa gengið ágætlega. Við fórum í  fyrsta túrinn hinn 19. febrúar. Við höfum landað þrisvar sinnum og í tvö skiptanna var fullfermi,“ segir Hjörtur Valsson skipstjóri á Smáey VE-444 í frétt á heimasíðu Samherja.

Hjörtur verður skipstjóri á nýjum Harðbak EA3 þegar skipið fer til veiða en það er sem stendur í slipp á Akureyri.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution