Páll Jónsson lét úr höfn í dag

2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Konungur línuveiðaranna, eins og Jón Steinar kallar hann, Páll Jónsson GK 7 lét úr höfn í Grindavík um kaffileytið í dag.

Hann kom úr stuttum prufutúr sl. fimmtudag og meðan að óveðrið gekk yfir var tíminn nýttur í að laga og betrumbæta ýmislegt smálegt sem menn komu auga á við fyrstu prufu.

Hér kemur glæsileg myndasyrpa frá Jóni Steinari og muna að smella á myndirnar til að skoða þær í hærri upplausn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ísfirðingar á Húsavík

1148. Bára ÍS 66 – 1787. Stundvís ÍS 883. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Það bar við á Húsavík sumarið 1993, ef ég man rétt, að bátar frá Ísafirði lönduðu úthafsrækju á Húsavík. Þá er ég að tala um báta af minni gerðinni sem hétu Bára ÍS 66, Stundvís ÍS 883 og Halldór Sigurðsson ÍS 14.

Bára ÍS 66 var smíðuð á Fáskrúðsfirði árið 1971 sem Bára RE 26. Hún var 25 brl. að stærð. Keypt til Ísafjarðar árið 1976 og fékk þá ÍS 666. Hú heitir í dag Ramóna SU 840 og hefur legið í höfn á Seyðisfirði undanfarin ár.

Stundvís ÍS 887 var smíðaður í Garðabæ fyrir Hermann Skúlason árið 1987. Stundvís hefur heitið ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en heitir í dag Eyji NK 4 en það nafn fékk hann árið 2012.

Halldór Sigurðsson ÍS 14 hét upphaflega Sólfaxi SU 12 og var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1975. 27 brl. að stærð. Hann fékk nafnið Halldór Sigurðsson ÍS 14 árið 1985 en hann hafði verið í Hnífsdal undir nafninu Siggi Sveins ÍS 29 frá árinu 1981. Það var árið 2001 sem hann fékk nafnið Valur ÍS 20 sem hann ber í dag. Heimahafnir hans hafa verið á Ísafirði og í Súðavík þar sem hann hefur skráða heimahöfn í dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristey ÞH 25

1420. Kristey ÞH 25 ex Kristbjörg ÞH 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Kristey ÞH 25 kemur hér til hafnar á Húsavík um árið en hún hefur verið á dragnótaveiðum þegar myndirnar voru teknar.

Báturinn var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1975 fyrir Korra h/f á Húsavík og hét Kristbjörg ÞH 44

Báturinn var seldur Höfða h/f á Húsavík 1992 og fékk þá þetta nafn, Kristey ÞH 25.

1997 var Kristey ÞH 25 seld Jökli h/f á Raufarhöfn  þar sem báturinn fékk nafnið  Atlanúpur ÞH 270 og var gerður út á rækju. 

Árið 1998 var Atlanúpur seldur Árnesi h/f í Þorlákshöfn og fékk hann nafnið Keilir GK 145.

Árið 2000 kaupir Siglfirðingur h/f bátinn sem heldur Keilisnafninu en verður SI 145

Báturinn er upp í slipp hér á Húsavík en í vetur hefur verið unnið að því að gera hann upp sem skemmtibát.

1420. Kristey ÞH 25 ex Kristbjörg ÞH 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristín lét úr höfn í morgun

972. Kristín GK 457 ex Kristín ÞH 157. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Það var þungur sjór í honum þegar að línuskipið Kristín GK 457 lét úr höfn í Grindavík um kl. 11 í morgun.

Jón Steinar tók meðfylgjandi myndir af þessu elsta línuskipið Vísis hf. sem upphaflega hét Þorsteinn RE 303 og var smíðað í Boizenburg árið 1965.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution