
Rúna RE 150 kemur hér að landi í Reykjavík um miðjan níunda áratug síðustu aldar.
Rúna RE 150 hét upphaflega Sjöfn ÞH 142 og var smíðuð 1972 fyrir Sjöfn s/f á Grenivík af Bátasmiðjunni Vör h/f á Akureyri.
Sjöfn ÞH 142 var 26.40 brl. að stærð, 16.30 metrar að lengd og búin 250 hestafla Scaniavél. Hún var fyrsti báturinn sem Bátasmiðjan Vör h/f smíðaði en þeir áttu eftir að vera fleiri.
Sjöfn ÞH 142 var seld til Flateyrar árið 1978 eða réttara sagt voru höfð bátaskipti, og fékk hún nafnið Ásgeir Torfason ÍS 96.
Það var svo árið 1981 sem báturinn fékk það nafn sem hann ber á myndinni, Rúna RE 150, og bar hann það í tíu ár.
Þá, 1991, var hann seldur til Flateyrar en staldraði stutt við, eða í um þrjú ár. Hét Óskar ÍS 68. Frá árinu 1994 og til ársin 2005 hét hann Guðbjörg GK 517, heimahöfnin í fyrstu Sandgerði en síðar Grindavík. Sumarið 2005 fékk báturin nafnið Sigurpáll ÞH 130 með heimahöfn á Húsavík.
Sigurpáll skemmdist í eldi á Skjálfanda haustið 2008 og var seldur í því ástandi. Hann fékk síðar nafnið Vilborg ST 100 og breyta á honum í skemmtibát.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution