Eldur í báti á Skjálfanda 2008

1475. Sæborg ÞH 55 með 1262. Sigurpál ÞH 130 í togi. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Að morgni 2. septembers árið 2008 kom upp eldur í vélarrúmi Sigurpáls ÞH 130 á Skjálfanda.

Báturinn var um 1,5 sjm. frá Húsavík og því var stutt fyrir björgunaraðila að sigla að bátnum.

Guðbergur Rafn Ægisson formaður Björgunarsveitarinnar hafði þetta að segja við mbl.is þennan sama dag:

„Eld­ur­inn mun hafa komið upp í vél­ar­rúmi báts­ins og þegar þeir opnuðu það þá gaus eld­ur­inn upp í stýris­hús,“ sagði Guðberg­ur Ægis­son, formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Garðars á Húsa­vík, stýrði björg­un­araðgerðinni er eld­ur kom upp í eik­ar­bátn­um Sig­urpáli ÞH 130.

Þriggja manna áhöfn björg­un­ar­skips Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, Jóns Kjart­ans­son­ar frá Húsa­vík var ekki nema 12 mín­út­ur á slysstaðinn en eld­ur­inn kom upp 1,5 sjó­míl­ur frá Húsa­vík.

„Við vor­um inn­an við 5 mín­út­ur að fara þetta á hraðbátn­um okk­ar,“ sagði Guðberg­ur í sam­tali við mbl.is. 

Tveir menn voru um borð í Sig­urpáli ÞH 130 en þeir voru flutt­ir á sjúkra­hús vegna gruns um reyk­eitrun. 

Guðberg­ur sagði að áhöfn Sig­urpáls hafi verið kom­in í vesti og til­bún­ir að stökkva í sjó­inn þegar björg­un­ar­bát­inn bar að garði.

Slökkviliðs- og lög­reglu­menn höfðu farið með Sóma­bát með vatns­dælu út að bátn­um og slökkt eld­inn. Búið er að draga Sig­urpál til hafn­ar á Húsa­vík og dæla sjó upp úr hon­um.

„Það sér vel á bátn­um, hann hef­ur brunnið tölu­vert,“ sagði Guðberg­ur að lok­um.

Komið með Sigurpál ÞH 130 að bryggju á Húsavík. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Sigurpáll ÞH 130 hét upphaflega Sjöfn ÞH 142 frá Grenivík.

Frá aðgerðum á vettvangi. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.
Karl Halldórsson slökkviliðsmaður sveiflar landfestum. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.
Þórólfur og Jónmundur Aðalsteinssynir slökkviliðsmenn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008
Á Skjálfandaflóa 2. september 2008.

Á myndinni hér að ofan má sjá Sæborgu ÞH 55 á fullu stími í átt að Sigurpáli ÞH 130. Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn höfðu farið á smábátum að Sigurpáli. Slökkt eldinn og flutt skipverjana tvo í land.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s