Össur ÞH 242

5455. Össur ÞH 242 ex Gæfa ÞH 242. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér siglir Heimir Bessason báti sínum að leguplássi við smábátabryggjuna eftir löndun á Húsavík.

Össur ÞH 242 hét upphaflega Sæborg SF 47 og var smíðuð úr furur og eik árið 1961 af Sigurði Sv. Sveinssyni á Borgarfirði eystra. 4,70 brl. að stærð með 24 hestafla Lister. Eigandi var Jón Sveinsson á Höfn í Hornafirði.

1968 kaupa Kristbjörn Árnason og Pétur Pétursson Sæborgina til Húsavíkur og nefna Smára ÞH 59. Kristján Helgason kaupir bátinn árið 1978 og fær hann nafnið Gæfa ÞH 242 sem hann ber þangað til Heimir kaupir hann árið 1980.

Heimir nefnir bátinn Össur ÞH 242 og gerði út til ársins 1986.

Báturinn hét Sigurpáll ÞH 292 um tíma árið 1986 en það sama ár fékk hann nafnið Sída EA 240 með heimahöfn í Hrísey. Eigandi Víðir Benediktsson.

Sída EA 240 var seld til Neskaupstaðar árið 1989 og hélt nafninu en varð NK 55.

Á vefnum aba.is segir að árið 1991 hafi báturinn komist í eigu Síldarvinnslunnar hf. Neskaupstað sem fargaði honum og felldi af skipaskrá 24. apríl 1991.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s