Fram ÞH 171

1322. Fram ÞH 171. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Vélbáturinn Fram ÞH 171 var smíðaður árið 1973 af Baldri Halldórssyni á Hlíðarenda við Akureyri.

Bátinn, sem var 7 brl. að stærð, smíðaði Baldur úr eik og furu fyrir feðgana Sigurð Jónsson og Ólaf Ármann Sigurðsson á Húsavík.

Árið 1992 fékk báturinn nafnið Haförn ÞH 26 en hann var síðan seldur suður í Garð árið 1996. Hann fékk þar einkennisstafina GK 142 og síðan MB 13 eftir að hann var seldur í Borgarnes ári síðar.

Haförn MB 13 brann og sökk við Hvalseyjar á Mýrum þann 10. júní 1997. Áhöfnin fór í björgunarbát og var þaðan bjargað í Unu HF 119.

1322. Fram ÞH 171. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s