Kristján S SH 23

1214. Kristján S SH 23 ex Hugi BA 49. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Kristján S SH 23 var smíðaður í Skipasmíðastöð Austfjarða hf. á Seyðisfirði árið 1972 og hét upphaflega Hafliði Guðmundsson GK 210.

Eigendur hans frá því 25. febrúar 1972 voru Karel Karelsson Hafnarfirði og Kristján Albertsson í Garði. Þann 12. apríl sökk báturinn skammt út af Grindavík. Þriggja manna áhöfn bjargaðist um borð í Hafnartind GK 80.

Báturinn náðist upp aftur og var endurbyggður. Hann var seldur í september 1972 Haraldi Hjálmarssyni í Grindavík sem nefndi bátinn Byr GK 27.

Báturinn átti eftir að heita Byr KE 33, Hugi RE 141 og Hugi BA 49 áður en hann fékk það nafn sem hann ber á myndinni og var hans síðasta.

Kristján L. Runólfsson keypti Huga BA 49 árið 1989 og nefndi Kristján S SH 23. Heimah0fn Grundarfjörður.

Kristján S SH 23 sökk 2,5 sjómílur vestur af Dritvík 16. október 2002. Mannbjörg varð, tveggja manna áhöfn bátsins komst í gúmmíbjörgunarbát og bjargað þaðan stuttu síðar um borð í Gísla SH frá Ólafsvík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ein athugasemd á “Kristján S SH 23

  1. Þessir bátar sem voru smíðaði hjá Skipasmíðastöð Austfjarða voru virkilega góðir bátar ég var á einum þeirra á færum og línu ,enda var vandað til verka hjá þeim mönnum sem þar unnu.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s