
Sigurvin GK 61 kemur hér að landi í Grindavík um árið en báturinn hét upphaflega Guðlaug Lárusdóttir RE 310.
Guðlaug Lárusdóttir RE 310 var smíðuð árið 1988 í Aqua Star bátasmiðjunni í Guernesey á Englandi.
Árið 1995 er báturinn kominn í eigu Stakkavíkur í Grindavík og fær nafnið Stakkavík GK 61.

Í lok árs 1998 fær báturinn nafnið Sigurvin GK 61.

Árið 2001 var hann skutlengdur en í janúar 2004 var Sigurvin GK 61 á leið inn innsliglinguna til Grindavíkur þegar honum hvolfdi skyndilega og rak síðan upp í brimgarð. Tveggja manna áhöfn hans bjargaðist.
Síðan þá hefur Sigurvin GK 61 staðið á athafnasvæði Sólplast ehf. í Sandgerði en samkvæmt vef Fiskistofu heitir báturinn Sólborg 1 GK 61.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.