Sandfell með tæp 50 tonn milli jóla og nýars

2841. Sandfell SU 75 ex Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018.

Þeir sóttu fast á Sandfellinu SU 75 á milli jóla og nýárs en farið var í fjóra róðra sem gáfu 47,5 tonn.

Heildarafli bátsins í desember varð með þessu 186 tonn.

Á heimasíðu Loðnuvinnslunnar segir einnig að Ljósafell SU 70 hafi landað um 75 tonnum á Gamlársdag. Uppistaðan var þorskur hjá togaranum sem hélt aftur til veiða síðdegis í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd