
Geiri Péturs ÞH 344 leggur hér úr höfn á Húsavík um árið áleiðis á rækjumiðin.
Upphaflega hét skipið Skúmur GK 22 í eigu Fiskaness h/f í Grindavík. Smíðaður í Ramvik í Svíþjóð 1987 og mældist 242 tonn að stærð.
Hafboði h/f í Hafnarfirði keypti Skúm GK 22 árið 1989 og heimahöfnin varð Hafnarfjörður. Skipið var skráð með heimahöfn á Flateyri 1994 og varð við það Skúmur ÍS 322. Sami eigandi samkvæmt vef Fiskistofu.
Útgerð Geira Péturs ÞH 344 kaupir Skúm ÍS 322 fyrri part árs 1995 og kom hann til heimahafnar á Húsavík 21. maí það ár.
Geiri Péturs ÞH 344 var gerður út á rækju frá Húsavík til ársins 1997 er hann var seldur til Noregs þar sem hann fékk nafnið Valanes T-285-T.
Seldur frá Noregi til Argentínu árið 2005 þar sem það er enn undir nafninu Argenova X.
Þess má geta til gamans að Argentínumenn gera einnig út systurskip Argenova, Argenova IX. Það skip var smíðað fyrir Norðmenn 1986 og hét upphaflega Mikal Berntsen.
Það bar síðan nöfnin Barentstrål og Skarodd áður það var selt suður eftir árið 2005.
Með því að smella á myndina má skoða hana í hærri upplausn.
Sæll Hafþór.skipin hjá þessari útgerð voru alltaf vel útlítandi flott skveruð og fín.
Líkar viðLíkar við