Helgi SH 135

2017. Helgi SH 135 ex Þór Pétursson GK 504. Ljósmynd Gundi 2013.

Gundi tók þessa mynd af togbátnum Helga SH 135 koma til hafnar á Grundarfirði í júlímánuði 2013.

Guðmundur Runólfsson hf. á bátinn en hann var keyptur frá Sandgerði árið 2000 en þar hét hann Þór Pétursson GK 504.

Helgi SH 135 hét upphaflega Þór Pétursson ÞH 50 og var í eigu Njarðar hf. í Sandgerði, smíðaður á Ísafirði 1989.

Í Morgunblaðinu þann 15. september 1989 sagði svo frá komu Þórs Péturssonar ÞH 50 til Sandgerðis:

NÝTT skip sem gert verður út frá Sandgerði lagðist að bryggju sunnudaginn 3. september. Var það mb. Þór Pétursson ÞH 50 sem útgerðarfélagið Njörður lét smíða hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar á Ísafirði. Slíkt hefur ekki gerst hér í áraraðir, ef frá eru taldir nokkrir smábátar.

Skipið ber nafn Þórs heitins Péturssonar frá Húsavík, mikils dugnað armanns sem rak útgerð ásamt bróður sínum, Stefáni, með miklum myndarbrag bæði frá Húsavík og Sandgerði.

Skip þetta er 143 brúttólest að stærð og kemur í stað mb. Blika ÞH 50 sem fer í úreldingu í skipinu er 900 hestafla Caterpillaraðalvél og 300 hestafla ljósavél af sömu gerð. Í skipinu eru öll nýjustu siglingatæki og hefur það frystigetu fyrir 15 tonn af rækju eða flatfisk á sólarhring. Kaupverð þess mun vera um 140 milljónir króna.

Skipstjóri verður Páll Kristjánsson, yfirvélstjóri Ingimundur Árnason, stýrimaður Kristján Guðmundsson. Skipið heldur á rækjuveiðar í lok þessarar viku.

Svo mörg voru þau orð en með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í stærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s