1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK 212. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Það er ágætur dagur í dag til að birta mynd af Geira Péturs ÞH 344 sem siglir hér til hafnar á Húsavík með Bakranga og Víknafjöllin í bakgrunni. Báturinn, sem var í eigu Korra hf., var í flota Húsvíkinga frá ársbyrjun 1980 fram … Halda áfram að lesa Geiri Péturs ÞH 344
Month: maí 2023
Smyrill ÞH 57
6941. Smyrill ÞH 57 ex Hafdís SI 131. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Strandveiðibáturinn Smyrill ÞH 57 kemur hér að landi í dag með skammtinn sinn. Það er Fiskisker ehf., sem gerir bátinn út frá Húsavíkur en hann var keyptur frá Siglufirði haustið 2021. Smyrill ÞH 57 var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar hf. í Hafnarfirði árið 1987. … Halda áfram að lesa Smyrill ÞH 57
Sea Spirit
IMO: 8802868. Sea Spirit ex Spirit of Oceanus. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Skemmtiferðaskipið Sea Spirit hafði viðkomu á Húsavík í dag og var þessi mynd tekin er það lét úr höfn síðdegis. Skipið siglir undir Portúgölsku flaggi og er með heimahöfn á Madeira. Sea Spirit var smíðað árið 1991 og mælist 4,200 GT að stærð. Lengd … Halda áfram að lesa Sea Spirit
Tuugaalik GR-6-10
IMO:9922897. Tuugaalik GR-6-10. Ljósmynd Magnús Jónsson 2023. Nýr og glæsilegur frystitogari Grænlendinga, Tuugaalik GR-6-10, kom til Hafnarfjarðar í dag og tók Maggi Jóns þessar myndir af honum. Togarinn kemur hingað frá Spáni. Hann var smíður hjá Astilleros de Murueta skipasmíðastöðinni í Bilbao hvar ég sigldi hjá sumarið 2019 en þá var Avataq GR-6-19 þar í … Halda áfram að lesa Tuugaalik GR-6-10
Selfoss lét úr höfn á Húsavík
IMO 9433456. Selfoss ex Shopia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Selfoss, skip Eimskipafélags Íslands hf. lét úr höfn á Húsavík nú fyrir hádegi og voru þessar myndir teknar þá. Selfoss er 700 gámaeininga skip, 130 metra langt, 21 metra breitt og 7,464 brúttótonn að stærð. Eimskip keypti skipið, sem smíðað var 2008, árið 2017 en það hét áður … Halda áfram að lesa Selfoss lét úr höfn á Húsavík
Dagfari
1470. Dagfari ex Salka. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Dagfari Norðursiglingar kemur úr hvalaskoðunarferð á dögunum. Bara of góð mynd til að birta hana ekki. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them in higher resolution
Sylvía og Fridtjof Nansen
1468. Sylvía - IMO 9813084. Fridtjof Nansen. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Sylvía kemur úr hvalaskoðunarferð í dag og við Bökugarðinn liggur Fridtjof Nansen. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them in higher resolution
Fridtjof Nansen kom í morgun til Húsavíkur
IMO 9813084. Fridtjof Nansen við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Norska skemmtiferdaskipið Fridtjof Nansen kom til Húsavíkur í morgun og liggur nú við Bökugarð. Fridtjof Nansen er svokallað leiðangursskip sem Hurtigruten Costal AS gerir út og ber nafn norska landkönnuðar og vísindamannsins, Fridtjof Nansen. Skipið er, eins og systurskip þess Roald Amundssen, tvíorku (hybrid) skip og … Halda áfram að lesa Fridtjof Nansen kom í morgun til Húsavíkur
Sylvía kemur úr hvalaskoðunarferð
1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Sylvía kemur að landi nú í hádeginu eftir hvalaskoðunarferð á Skjálfandaflóa. Gentle Giants gerir Sylvíu út en hún var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri árið 1976 og hét upphaflega Sigrún ÞH 169 frá Grenivík. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana … Halda áfram að lesa Sylvía kemur úr hvalaskoðunarferð
Björn EA 220
3010. Björn EA 220. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Það var ekki amalegt að fá tækifæri til að mynda Björn EA 220 í kvöldsólinni fyrir stundu, takk fyrir það Siggi og Haukur. Björn er nýjasta bátur Grímseyinga en Heimsskautssport ehf. í Grímsey fékk bátinn afhentan sl. haust frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Heimskautssport ehf. er í … Halda áfram að lesa Björn EA 220









