
Selfoss, skip Eimskipafélags Íslands hf. lét úr höfn á Húsavík nú fyrir hádegi og voru þessar myndir teknar þá.
Selfoss er 700 gámaeininga skip, 130 metra langt, 21 metra breitt og 7,464 brúttótonn að stærð.
Eimskip keypti skipið, sem smíðað var 2008, árið 2017 en það hét áður Sophia. Selfoss siglir undir færeyskum fána með heimahöfn í Þórshöfn.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution