Björn EA 220

3010. Björn EA 220. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023.

Það var ekki amalegt að fá tækifæri til að mynda Björn EA 220 í kvöldsólinni fyrir stundu, takk fyrir það Siggi og Haukur.

Björn er nýjasta bátur Grímseyinga en Heimsskautssport ehf. í Grímsey fékk bátinn afhentan sl. haust frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Heimskautssport ehf. er í eigu bræðranna Sigurðar og Jóhannesar Henningssona og er Sigurður skipstjóri á bátnum.

Björn EA 220 er af gerðinni Cleopatra 44, hann er 12.99 metrar á lengd, 3.8 metra breiður og mælist 20 brúttótonn.

Nánar má lesa um bátinn hér.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s