
Norska skemmtiferdaskipið Fridtjof Nansen kom til Húsavíkur í morgun og liggur nú við Bökugarð.
Fridtjof Nansen er svokallað leiðangursskip sem Hurtigruten Costal AS gerir út og ber nafn norska landkönnuðar og vísindamannsins, Fridtjof Nansen.
Skipið er, eins og systurskip þess Roald Amundssen, tvíorku (hybrid) skip og var afhent frá Kleven Verft AS í Noregi árið 2020.
Fridtjof Nansen er 140 metrar að lengd, breidd skipsins er 24 metrar og það mælist 21,765 GT að stærð.
Heimahöfn skipsins, sem tekur 530 farþega, er Longyerbyen á Svalbarða.
Fridtjof Nansen er annað skemmtiferðaskipið sem kemur til Húsavíkur þetta árið en kompanískipið Fram kom fyrr í vikunni.



Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution