Fridtjof Nansen kom í morgun til Húsavíkur

IMO 9813084. Fridtjof Nansen við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023.

Norska skemmtiferdaskipið Fridtjof Nansen kom til Húsavíkur í morgun og liggur nú við Bökugarð.

Fridtjof Nansen er svokallað leiðangursskip sem Hurtigruten Costal AS gerir út og ber nafn norska land­könnuðar og vís­inda­mannsins, Fridtjof Nan­sen.

Skipið er, eins og systurskip þess Roald Amundssen, tví­orku (hybrid) skip og var afhent frá Kleven Verft AS í Noregi árið 2020.

Fridtjof Nansen er 140 metrar að lengd, breidd skipsins er 24 metrar og það mælist 21,765 GT að stærð.

Heimahöfn skipsins, sem tekur 530 farþega, er Longyerbyen á Svalbarða.

Fridtjof Nansen er annað skemmtiferðaskipið sem kemur til Húsavíkur þetta árið en kompanískipið Fram kom fyrr í vikunni.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s