
Nýr og glæsilegur frystitogari Grænlendinga, Tuugaalik GR-6-10, kom til Hafnarfjarðar í dag og tók Maggi Jóns þessar myndir af honum.
Togarinn kemur hingað frá Spáni. Hann var smíður hjá Astilleros de Murueta skipasmíðastöðinni í Bilbao hvar ég sigldi hjá sumarið 2019 en þá var Avataq GR-6-19 þar í smíðum.
Tuugaliik er 82,30 metrar að lengd, breidd hans er 18 metrar og hann mælist 5.505 GT að stærð. Eigandi skipsins er Qaleralik A/S og heimahöfn þess Nuuk.



Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution