1470. Dagfari - 993. Náttfari. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Það er bræla á Skjálfanda í dag og hér liggja saman við bryggju hvalaskoðurbátar Norðursiglingar, Dagfari og Náttfari. Gömul og góð bátanöfn í útgerðarsögu Húsavíkur. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can … Halda áfram að lesa Dagfari og Náttfari
Day: 14. maí, 2023
Fri Bergen
IMO 9361122. Fri Bergen ex Rachel. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Norska flutningaskipið Fri Bergen kom siglandi inn á Skjálfanda í morgun og hefur lónað um flóann í dag. Skipið, sem er með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka, var smíðað í Hollandi árið 2009 og hét Flinterrachel til ársins 2016. Þá fékk það nafnið Rachel og … Halda áfram að lesa Fri Bergen
Grímsnes GK 555
1849. Grímsnes GK 555 ex Fúsi SH 162. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Grímsnes GK 555 frá Grindavík kemur hér að landi í Njarðvík sumarið 2004 en báturinn var gerður út af samnefndu fyrirtæki. Báturinn heitir Dýrfiskur ÍS 96 í dag og er þjónustubátur við fiskeldi. En upphaflega hét hann Neptúnus NS 8 og var smíðaður … Halda áfram að lesa Grímsnes GK 555