Skutull TH. Ljósmynd Gunnar Hallgrímsson. Í dag eru 75 ár síðan afi minn, Hallgrímur Björnsson bóndi í Sultum í Kelduhverfi (þá á Víkingavatni), keypti bátinn Skutul frá Húsavík. Það var mikið gæfuspor enda fjölskyldan stór og gott að geta dregið björg í bú með því að sækja sjóinn. Flutt var í Sultir árið 1957 en … Halda áfram að lesa Skutull
Day: 4. maí, 2023
Lilja ÞH 21
6969. Lilja ÞH 21 ex Manni NS 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarrsson 2023. Hér er verið að landa úr Lilju ÞH 21 í Húsavíkurhöfn á fyrsta degi strandveiða þetta árið. Það er Bjarni Eyjólfsson sem gerir Lilju út en báturinn er af Sómagerð, smíðuð hjá Bátasmiðju Guðmundar hf. í Hafnarfirði árið 1987. Báturinn hét upphaflega Rita … Halda áfram að lesa Lilja ÞH 21