
Það er ágætur dagur í dag til að birta mynd af Geira Péturs ÞH 344 sem siglir hér til hafnar á Húsavík með Bakranga og Víknafjöllin í bakgrunni.
Báturinn, sem var í eigu Korra hf., var í flota Húsvíkinga frá ársbyrjun 1980 fram á sumarið 1987 en mig minnir að þessi mynd sé tekin í janúarmánuði 1985.
Geiri Péturs hét upphaflega Sigurbergur GK 212 og var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri árið 1972.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Sæll Hafþór.Það er alltaf gaman að sjá myndir af Geira Péturs mikið aflaskip meðan þið áttuð hann.
Líkar viðLíkar við