Dagfari

1470. Dagfari ex Salka. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Dagfari Norðursiglingar kemur úr hvalaskoðunarferð á dögunum. Bara of góð mynd til að birta hana ekki. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on the images you can view them in higher resolution

Fridtjof Nansen kom í morgun til Húsavíkur

IMO 9813084. Fridtjof Nansen við Bökugarðinn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Norska skemmtiferdaskipið Fridtjof Nansen kom til Húsavíkur í morgun og liggur nú við Bökugarð. Fridtjof Nansen er svokallað leiðangursskip sem Hurtigruten Costal AS gerir út og ber nafn norska land­könnuðar og vís­inda­mannsins, Fridtjof Nan­sen. Skipið er, eins og systurskip þess Roald Amundssen, tví­orku (hybrid) skip og … Halda áfram að lesa Fridtjof Nansen kom í morgun til Húsavíkur

Sylvía kemur úr hvalaskoðunarferð

1468. Sylvía ex Björgvin ÍS 468. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Sylvía kemur að landi nú í hádeginu eftir hvalaskoðunarferð á Skjálfandaflóa. Gentle Giants gerir Sylvíu út en hún var smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri árið 1976 og hét upphaflega Sigrún ÞH 169 frá Grenivík. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana … Halda áfram að lesa Sylvía kemur úr hvalaskoðunarferð