
Farþegaskipið Spitsbergen kom ti Húsavíkur í morgun en það er gert út af Hurtigruten í Noregi.
Spitsbergen var smíðað árið 2009 hjá skipasmíðastöðinni Estaleiro Navais de Viana do Castelo í Viana do Castelo í Portúgal.
Skipið var allt endurnýjað árið 2016 en það tekur 335 farþega.
Spitzbergen er 100,54 metrar að lengd, 22,27 metrar á breidd, og mælist 7,344 GT að stærð. Heimahöfn þess er í Tromso Noregi.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution