7158. Sæunn ÞH 22 ex Þyrí. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Sæunn ÞH 22 lætur hér úr höfn á Húsavík í kvöld en hún er í eigu Sævars Guðbrandssonar og er af Sómagerð. Hét áður Þyrí og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar árið 1989 en hefur verið í eigu Sævars frá árinu 1991. Skráð sem skemmtibátur … Halda áfram að lesa Sæunn ÞH 22 í kvöldsólinni
Month: júní 2021
Ver RE 112
357. Ver RE 112 ex Svavar Steinn GK 206. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Ver RE 112 var síðasta nafn þessa báts sem upphaflega hét Breiðfirðingur SH 101 og var smíðaður í Danmöfku árið 1955. Breiðfirðingur var 28 brl. að stærð búinn 140 hestafla Hundestad díeselvél. Hann var smíðaður fyrir ArnarSigurðsson, Kristján Guðmundsson og Rögnvald Ólafsson á … Halda áfram að lesa Ver RE 112
Jeanette við Bökugarðinn
IMO 9357509. Jeanette ex Jeannette. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Flutningaskipið Jeanette kom til Húsavíkur í morgun með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka. Skipið var smíðað árið 2007 og bar nafnið Anet fyrstu tvö árin og síðan Jeannette í ár en frá árinu 2001 það nafn sem það ber á myndinni. Skipið, sem siglir undir … Halda áfram að lesa Jeanette við Bökugarðinn
Endurance kom í hádeginu
Endurance. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Hollenska skútan Endurance kom til Húsavíkur í hádeginu en hún er 18 metra löng og 5 metra breið. Það er svo sem ekkert meira að segja um hana þar sem lítið finnst af upplýsingum. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking … Halda áfram að lesa Endurance kom í hádeginu
Andey BA 125
1170. Andey BA 125 ex Andey SH 242. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Andey BA 25 liggur hér við bryggju í Þorlákshöfn um árið en upphaflega hét báturinn Trausti ÍS 300. Báturinn var smíðaður í Stálvík árið 1971 fyrir Fiskiðjuna Freyju hf. á Suðureyri við Súgandafjörð. Um bátinn má lesa nánar hér. Með því að smella á … Halda áfram að lesa Andey BA 125
Vonin KE 10
1631. Vonin KE 10 ex Lundaberg AK 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Vonin KE 10 kom hingað til Húsavíkur um kvöldmatarleytið í kvöld svona líka nýmáluð og flott. Vonin hét upphaflega Fálkinn NS 325 og var smíðaður í Bátalóni árið 1982 fyrir Bakkfirðinga. Í Ægi 9. tbl. Ægis sagði m.a svo frá: 10. júní s.l. … Halda áfram að lesa Vonin KE 10
Sóley SH 150
619. Sóley SH 150 ex Jóhanna Magnúsdóttir RE 70. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1986. Hér liggur Sóley SH 150 við bryggju í sinni heimahöfn, Grundarfirði, sumarið 1986 frekar en 7. Sóley hét upphaflega Jón Jónsson SH 187 frá Ólafsvík og var báturinn smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1959. Hann var smíðaður fyrir Halldór Jónsson útgerðarmann … Halda áfram að lesa Sóley SH 150
Lilja ÞH 21
6603. Lilja ÞH 21 ex Einar EA 209. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Strandveiðibáturinn Lilja ÞH 21 kemur hér að landi á Húsavík í vikunni en hana gerir út Bjarni Eyjólfsson. Lilja ÞH 21 hét áður Einar EA 209 og var smíðaður í Plastgerðinni sf. í Kópavogi árið 1984. Báturinn er tæplega 6 brl. að stærð. … Halda áfram að lesa Lilja ÞH 21
Sigrún Hrönn ÞH 36
2370. Sigrún Hrönn ÞH 36 ex Bára SH 297. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Sigrún Hrönn ÞH 36 kemur hér úr róðri í vikunni en það er Barmur ehf. á Húsavík sem gerir bátinn út til strandveiða. Upphaflega hét báturinn Bára SH 340 og var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 1999. Hann er af gerðinni Sómi … Halda áfram að lesa Sigrún Hrönn ÞH 36
Líflegt við höfnina
Bátar mætast í höfninni á Húsavík í gær. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Það var líflegt við höfnina á Húsavík í gær er strandveiðibátar komu úr róðri og hvalaskoðunarbátar komu og fóru. Hér mætast Laxinn ÞH 177 sem var að koma úr róðri og Amma Helga að leggja upp í siglingu með ferðamenn. Með því að … Halda áfram að lesa Líflegt við höfnina









