Vonin KE 10

1631. Vonin KE 10 ex Lundaberg AK 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Vonin KE 10 kom hingað til Húsavíkur um kvöldmatarleytið í kvöld svona líka nýmáluð og flott.

Vonin hét upphaflega Fálkinn NS 325 og var smíðaður í Bátalóni árið 1982 fyrir Bakkfirðinga.

Í Ægi 9. tbl. Ægis sagði m.a svo frá:

10. júní s.l. afhenti skipasmíðastöðin Bátalón h/f í Hafnarfirði 30 rúmlesta stálfiskiskip, sem hlotið hefur nafnið Fálkinn NS-325, og er nýsmíði stöðvarinnar nr. 466. Fálkinn NS er smíðaður eftir sömu teikningu og Valur RE, sem Bátalón afhenti 31. mars s.l. (sjá 7. tbl. ’82).

Fálkinn NS er í eigu Hafnarbakka h/f á Bakkafirði, sem á fyrir Halldór Runólfsson NS-301, 29 rúmlesta stálfiskiskip, sem einnig var smíðað hjá Bátalóni h/f og afhent í apríl á s.l. ári (sjá 4. tbl. ´81.

Á rúmu ári hefur Bátalón h/f afhent þrjú stálfiskiskip til Bakkafjarðar, hið þriðja er Már NS 87. Skipstjóri á Fálkanum NS er Jón Helgi Matthíasson og framkvœmdastjóri útgerðarinnar er Kristinn Pétursson.

Fálkinn var seldur frá Bakkafirði árið 1985 og hefur heitið eftirfarandi nöfnum síðan: Sigurbára VE 249, Vestmannaeyjum. Sveinbjörg SH 317, Ólafsvík, Sveinbjörg ÁR 317, Þorlákshöfn, Vörðufell GK 205, Grindavík, Vörðufell SF 200, Hornafirði, Gæfa SF 2, Hornafirði,Mundi Sæm SF 1, Hornafirði, Goði AK 50, Akranesi og Lundaberg AK 50, Akranesi. 

Árið 2014 fékk báturinn það nafn sem hann ber í dag, Vonin KE 10. Báturinn er í eigu Köfunarþjónustu Sigurðar ehf. og heimahöfn hans Keflavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s