
Sigrún Hrönn ÞH 36 kemur hér úr róðri í vikunni en það er Barmur ehf. á Húsavík sem gerir bátinn út til strandveiða.
Upphaflega hét báturinn Bára SH 340 og var smíðaður í Bátasmiðju Guðmundar árið 1999. Hann er af gerðinni Sómi 870 og var með heimahöfn í Grundarfirði.
Árið 2006 er báturinn kominn til Ólafsvíkur og fékk nafnið Hilmir SH 197. Í ágústmánuði 2014 fær hann nafnið Bára SH 297 en skömmu síðar er hann seldur til Húsavíkur.
Þá fékk hann það nafn sem hann ber á myndinni, Sigrún Hrönn ÞH 36.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.