
Hér liggur Sóley SH 150 við bryggju í sinni heimahöfn, Grundarfirði, sumarið 1986 frekar en 7.
Sóley hét upphaflega Jón Jónsson SH 187 frá Ólafsvík og var báturinn smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri 1959.
Hann var smíðaður fyrir Halldór Jónsson útgerðarmann í Ólafsvík, síðar Stakkholt hf., og var hann gerður út þaðan til ársins 1975.
Þá var hann seldur á Blönduós þar sem hann fékk nafnið Guðmundur Einarsson HU 100. Sama ár seldur til Dalvíkur og varð Dalborg EA 317. Til Reykjavíkur fór hann 19977 og nafnið sem hann bar þar var Valur RE 7.
Aftur fór hann til Dalvíkur, það var árið 1981 og fékk nafnið Merkúr EA 24. Ári síðar var hann seldur aftur til Reykjavíkur þar sem han fék knafnið Jóhanna Magnúsdóttir RE 70.
Það nafn bar hann þegar hann var seldur til Grundarfjarðar árið 1983 og fékk það nafn sem hann ber á myndinni, Sóley SH 150.
Í Grundarfirði var Sóley til ársins 1995 en þá var hún seld til Hornafjarðar þar sem hún fékk nafnið Hrafnsey SF 8. Haustið 2002 fær báturinn nafnið Fanney SK 83 með heimahöfn á Sauðárkróki en ári síðar breytist það í HU 83 og heimahöfn verður Hvammstangi.
Það var svo árið 2010 sem báturinn fékk sitt síðasta nafn sem var Lára Magg ÍS 86.
Báturinn var rifinn í Njarðvík árið 2015 en hann hafði þá legið lengi í höfninni þar.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Þeir voru ríkulega fallegir spýtubàtarnir sem voru byggðir à Akureyri hér ì den.
Líkar viðLíkar við