Ver RE 112

357. Ver RE 112 ex Svavar Steinn GK 206. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ver RE 112 var síðasta nafn þessa báts sem upphaflega hét Breiðfirðingur SH 101 og var smíðaður í Danmöfku árið 1955.

Breiðfirðingur var 28 brl. að stærð búinn 140 hestafla Hundestad díeselvél. Hann var smíðaður fyrir ArnarSigurðsson, Kristján Guðmundsson og Rögnvald Ólafsson á Hellisandi.

Báturinn var seldur til Reykjavíkur vorið 1963, hélt nafni sínu en varð RE 262. 1966 var skiptum vél og kom 150 hestafla Gardner i stað þeirrar sem fyrir var. Sama ár var báturinn endurmældur og varð við það 29 brl. að stærð.

Vorið 1972 var báturinn seldur í Garðinn þar sem hann fékk nafnið Þorkell Árnason GK 21. Aftur var báturinn endurmældur árið 1973 og fór við það í gamla farið, þ.e.a.s varð 28 brl. að stærð.

Sumarið 1974 var báturinn aftur seldur til Reykjavíkur þar sem hann fékk nafnið Oddrún RE 126. Til Suðurnesja fór hann aftur árið 1976, Keflavík varð heimahöfn hans og nafnið Þorsteinn KE 10. Heimild Íslensk skip

Í desember 1998 fær báturinn nafnið Svavar Steinn KE 76 sem breyttist fljótt í GK 206 og heimahöfnin varð Sandgerði.

Það var svo vorið 2001 sem báturinn fékk nafnið Ver RE 112 en 1991 hafði verið sett í hann 240 Kw. Caterpillarvél.

Árið 2003 er báturinn kominn í núllflokk hjá Fiskistofu og varð hann að langlegubát í Reykjavíkurhöfn þar sem hann átti það til að sökkva. Amk. árið 2010 og 2012.

Ver RE 112 var tekinn af skipaskrá vorið 2015.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s