Kleifabergið verður fljótandi hótel

1360. Kleifaberg RE 70 ex Kleifaberg ÓF 2. Ljósmynd Magnús Jónsson 2021.

Kleifabergið verður innan tíðar fljótandi hótel við norðausturströnd Grænlands fyrir hóp á vegum ástralsks námuvinnslufyrirtækis sem vinnur að rannsóknum þar í landi.

Frá þessu segir í Fiskifréttum en þar kemur m.a fram:

Kleifabergið, sem var smíðað í Póllandi 1974, hét áður Engey RE og er eitt aflahæsta skip í sögu togaraútgerðar á Íslandi. Útgerðarfélagið Brim keypti Kleifaberg frá Ólafsfirði árið 2007 en skipinu  var lagt eftir langan og gifturíkan feril á Íslandsmiðum á síðasta ári.

Síðustu átta árin sem Brim hf. gerði út Kleifabergið, þ.e.a.s. frá og með 2012 og til og með 2019, nam heildar aflaverðmæti skipsins tæpum 11 milljörðum króna. Skipstjóri Kleifabergsins allt frá árinu 1997 var hinn kunni aflakóngur Víðir Jónsson.

Skipið er nú í eigu Skipaþjónustunnar í Reykjavík. Ægir Örn Valgeirsson rekur fyrirtækið með bróður sínum, Braga.

Lesa meira

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s