Sighvatur hélt til veiða í kvöld

1416. Sighvatur GK 57 ex Sævík GK 257. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Línuskipið Sighvatur GK 57 til veiða frá Grindavík í sólinni fyrr í kvöld. Hann kom inn til löndunar í morgun og landaði rétt rúmum 200 körum, það gerir um 65 tonn. Uppistaða aflans var langa.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Skúmur RE 90

1151. Skúmur RE 90. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Skúmur RE 90 var smíðaður fyrir Kristján Einarsson árið 1971 í Bátasmiðju Jóhanns L. Gíslasonar í Hafnarfirði.     

Báturinn hét Skúmur alla tíð og með heimahöfn í Reykjavík. Hann var tekinn af skipaskrá í ársbyrjun 2010 en hafði síðast haffæri árið 2001. Heimild aba.is

Skúmur var 10 brl. að stærð smíðaður úr furu og eik.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution