
Þar kom að því, A er komin. Hún hefur legið á Skjálfanda í dag rétt utan hafnarinnar á Húsavík.
Hvað hún stoppar lengi veit ég ekki en maður er búinn að taka nokkrar myndirnar og á eflaust eftir að taka fleiri.
Snekkjan er tæpir 143 metrar að lengd og 25 metra breið og ná möstur hennar þrjú hátt í 100 metra hæð. Hún er í eigu rússneska milljarðamæringsins Andrey Igorevich Melnichenko.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution