Hafrafell farið austur

2912. Hafrafell SU 65 ex Hulda GK 17. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Þeim fækkar aðkomubátunum sem róið hafa frá suðvesturhorninu að undanförnu og mokfiskað.

Hrygningarfiskurinn er nú genginn af slóðinni og fiskiríið dottið niður enda ekki að ástæðulausu að lokadagur vetrarvertíðar var hér áður fyrr 11. maí.

Hafrafell SU 65 lét úr höfn í Grindavík í gærkveldi og hélt austur með landinu en heimahöfn þess er Stöðvarfjörður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution