
Björgvin SH 500 var í höfn á Húsavík í dag en hann kom landleiðina í gær og var sjósettur við Norðurgarðinn.
Veit svo sem ekkert enn á hvaða ferðalagi hann er en það kemur í ljós á næstunni.
Báturinn hét upphaflega Silla BA 67 með heimahöfn á Tálknafirði. Hann var smíðaður í Bátagerðinni Samtak í Hafnarfirði árið 2011 og er af gerðinni Víkingur 999.
Frá árinu 2012 hefur báturinn borið það nafn sem hann ber á myndinni með heimahöfn í Óafsvík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution