Sigurgeir Sigurðsson RE 80

1228. Sigurgeir Sigurðsson RE 80 ex Sigurgeir Sigurðsson ÍS 533. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Sigurgeir Sigurðsson RE 80 hét upphaflega Kolbeinn í Dal ÍS 82 og var smíðaður 1972 hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd. Heimahöfnin Súðavík.

Báturinn, sem var 22 brl. að stærð, var seldur til Vestmannaeyja árið 1975 þar sem hann fékk nafnið Brynjar VE 321. Til Kópaskers var hann seldur árið 1976 og gerður út þaðan til ársins 1981, nafnið var Kópur ÞH 187.

Frá Kópaskeri fór hann aftur til Vestmannaeyja og nú fékk hann nafnið Stígandi VE 77. Árið 1984 fékk hann nafnið Siggi Gamli BA 214 og heimahöfn Tálknafjörður.

Það var svo árið 1986 sem hann fékk nafnið Sigurgeir Sigurðsson ÍS 533 með heimahöfn í Bolungarvík. Hann varð RE 80 árið 1998 sem hann bar í tvö ár en þá fékk hann sitt síðasta nafn. Það var Dögg ÍS 54 og heimahöfnin sú sama og í upphafi, Súðavík.

Dögg ÍS 54 sökk að kveldi 14. maí 2002 eftir að leki kom að bátnum um tvær sjómílur norð- austur af Arnarnesi við Ísafjarðardjúp. Tveggja manna áhöfn bátsins komst um borð í gúmíbjörgunarbát þaðan sem björgunarskipið Gunnar Friðriksson bjargaði þeim.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s